Eggert Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
„Eggert Stefánsson“ getur einnig átt við Eggert Stefánsson knattspyrnumann.

Eggert Stefánsson (1. desember 189029. desember 1962) var íslenskur einsöngvari (tenór). Hann hélt utan til söngnáms tvítugur að aldri, og var við nám í Danmörku, Svíþjóð og ekki síst á Ítalíu. Hann náði nokkrum frama utan Íslands og söng víðs vegar um heim, en hann bjó á Ítalíu lengst af eftir söngnám þar á 3. áratug 20. aldar og átti ítalska eiginkonu Lelju að nafni. Þau bjuggu í iðnaðarbænum Schio, norðarlega á Ítalíu. Hann var bróðir læknisins og tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) og söng lög hans fyrst inn á hljómplötu árið 1919. Eggert skrifaði líka nokkrar bækur, m.a. fjögur bindi með titlinum "Lífið og ég" og "Bergmál Ítalíu". Hann var mikill heimsborgari og um margt ólíkur Sigvalda bróður sínum sem þótti allra manna hógværastur. En það var jafnan kært með þeim. Eggert lést í heimabæ sínum Schio en er jarðsettur í Flórens, háborg menningar og lista, og þar hvílir einnig Lelja, hin ítalska kona hans. Þeim varð ekki barna auðið. Meðal náinna vina Eggerts var Halldór Laxness, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.