Okfruma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Okfruma[1][2][3] er fyrsta þrepið í tilurð einstakrar nýrrar lífveru þegar hún samanstendur af aðeins einni frumu. Orðið er notað líka til að eiga við hóp fruma sem verður til eftir fyrstu frumuskiptingarnir en réttara heiti hans er kímfruma. Okfruma verður yfirleitt til við frjóvgun tveggja einlitninga, það er að segja eggfrumu frá kvenkyns einstaklingi og sæðisfrumu frá karlkyns einstaklingi[2] sem sameinast til að gera tvílitning. Svo inniheldur okfruma DNA frá bæði móðurinni og föðurnum og hún hefur allar nauðsynlegar erfðaupplýsingar til að mynda nýjan einstakling.

Í spendýrum fer eggfruman eftir frjóvgun niður eggjaleiðara og skiptist á meðan í tvennt án að breyta stærð. Þessi mítósufrumuskipting heitir klofnun. Öll spendýr fara í gegnum okfrumaþrep lífsins. Okfrumur verða að fósturvísum og síðan að fóstri. Mannleg okfruma er til í um fjóra daga og verður kímblaðra á fimmti degi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Orðið „okfruma“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Læknisfræði“:íslenska: „okfruma“enska: zygotelatína: zygota
  2. 2,0 2,1 Orðið „okfruma“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Uppeldis- og sálarfræði“:íslenska: „okfruma“enska: zygote
  3. Orðið „okfruma“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Erfðafræði“:íslenska: „okfruma“enska: zygote
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.