Efri-Núpur

Hnit: 65°7.85′N 20°44.68′V / 65.13083°N 20.74467°V / 65.13083; -20.74467
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

65°7.85′N 20°44.68′V / 65.13083°N 20.74467°V / 65.13083; -20.74467

Krirkjan á Efra-Núpi.
Efra-Núpskirkja að innan.

Efri-Núpur eða Efrinúpur er bær og kirkjustaður í Núpsdal, sem er einn Miðfjarðardala inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.[1]

Efri-Núpur var áður í þjóðbraut því þaðan var gjarna farið upp á Arnarvatnsheiði og suður til Borgarfjarðardala og var þaðan talinn 10 klukkutíma gangur að efstu bæjum í Borgarfirði. Var algengt að ferðamenn tækju sér gistingu á Efra-Núpi, annaðhvort þegar þeir komu ofan af heiðinni eða áður en þeir lögðu á hana.[2]

Kirkja hefur verið á Efra-Núpi frá fornri tíð og var þar sérstakt prestakall fram yfir siðaskipti en eftir það útkirkja frá Staðarbakka. Nú er kirkjunni þjónað frá Melstað. Núverandi kirkja var vígð 1961 og kom hún í stað gamallar timburkirkju sem þá var rifin. Enn er þar kirkjuklukka frá 1510.[2][3]

Í kirkjugarðinum er leiði skáldkonunnar Vatnsenda-Rósu. Hún dó á Efra-Núpi 28. september 1855 en þar hafði hún tekið sér gistingu á heimleið úr kaupavinnu í Húnaþingi. Húnvetnskar konur komu fyrir minnismerki á leiði hennar árið 1965 og kemur árlega fjöldi gesta að Efra-Núpi til að heimsækja leiði skáldkonunnar.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tómas Einarsson, Helgi Magnússon (ritstj.) Íslands Handbókin, 1 bindi (Örn og Örlygur, 1989) blaðsíða 324
  2. 2,0 2,1 „Efranúpskirkja“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júní 2007. Sótt 5. nóvember 2010.
  3. 3,0 3,1 „Efra-Núpskirkja“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2010. Sótt 5. nóvember 2010.