Fara í innihald

Miðfjarðardalir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miðfjarðardalir heita einu nafni dalirnir þrír sem ganga inn af Miðfirði og suður í heiðaflæmið sem einu nafni kallast Tvídægra. Á milli dalanna eru fremur lágir hálsar.

Vesturárdalur er vestastur dalanna þriggja, þá Núpsdalur og austastur er Austurárdalur. Allir dalirnir voru áður byggðir en nú er Austurárdalur kominn í eyði. Um dalina renna samnefndar ár og sameinast svo í Miðfjarðará.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.