Fara í innihald

Jedótímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Edo-jidai)

Saga Japans

Orðalisti

Japanskir samúræjar á tímum Boshin-styrjaldarinnar.

Jedótímabilið (japanska 江戸時代, Edo-jidai), líka nefnt Tokugawa-tímabilið (Tokugawa-jidai) er tímabil í sögu Japans sem nær frá 1603 til 1868. Upphaf tímabilsins miðast við það þegar Tokugawa Ieyasu varð sjógun eða herstjóri og gerði Jedó (núverandi Tókýó) að stjórnarsetri. Á þessum tíma var sjóguninn æðsti stjórnandi ríkisins og Japanskeisari hafði aðeins trúarlegt hlutverk. Tímabilinu lauk með Meiji-endurreisninni á síðari hluta 19. aldar þegar hefðbundnir titlar lénsveldisins (sjógun, daímýó og samúræ) voru lagðir niður og löggæsluumdæmi tekin upp.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.