Fara í innihald

Eddie Vedder

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eddie Vedder 2006.
Eddie Vedder 2018.

Eddie Vedder (fæddur 23. desember árið 1964 sem Edward Louis Severson í Chicago, Illinois) er bandarískur tónlistarmaður. Hann er söngari og einn af þremur gítarleikurum rokk-hljómsveitarinnar Pearl Jam.

Vedder fæddist í Chicago en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til San Diego. Vedder tók upp nafn móður sinnar þegar hann uppgötvaði að stjúpfaðir hans var ekki kynfaðir hans. Vedder spilaði með nokkrum hljómsveitum í San Diego. Hann kynntist fyrrum trommara Red Hot Chili Peppers, Jack Irons, sem benti honum á hljómsveit í Seattle sem vantaði söngvara. Vedder og hljómsveitin skiptust á segulbandsspólum og úr varð að Vedder fór í prufu hjá hljómsveitinni sem bauð honum að verða söngvari hennar. Hljómssveitin Pearl Jam var stofnuð árið 1990. Fyrsta plata þeirra, Ten, varð vinsæl í gruggrokk-bylgjunni sem reið yfir Seattle í byrjun 10. áratugarins.

Árið 2007 gaf Vedder út sína fyrstu sólóplötu sem var tónlist úr myndinni Into the Wild. Vedder er áhugamaður um brimbrettabrun. Hann á tvær dætur með konu sinni.

Sólóskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Into the Wild (2007)
  • Ukulele Songs (2011)
  • Flag Day (2021) með Glen Hansard og Cat Power
  • Earthling (2022)