Dvergsóley
Útlit
Dvergsóley | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Ranunculus pygmaeus Wahlenb. |
Dvergsóley (fræðiheiti: Ranunculus pygmaeus) er sóleyjartegund sem vex á Norðurslóðum og til fjalla í Noregi og í Klettafjöllunum. Litlir stofnar vaxa í austurhluta Alpafjalla og Tatrafjöllum í Evrópu.
Dvergsóley er lítil jurt sem myndar litlar þúfur. Stilkarnir eru 1-5sm langir og bera eitt gult blóm með fimm krónublöðum. Við rótina vex síðan fjöldi laufblaða sem skiptast í 3-5 blöð.
Á Íslandi vex dvergsóley á hálendinu og til fjalla um allt land en ekki á láglendi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Dvergsóley.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Ranunculus pygmaeus.