Dvína (Vestur-Dvína)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dvína eða Vestur-Dvína (rússneska: Zapadnaya Dvina) er á í Vestur-Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Lettlandi. Hún er um 1020 kílómetra löng og kemur upp í Valdaihæðum. Þaðan rennur áin suður, síðan vestur og loks norður og tæmist í Rígaflóa við Ríga, höfuðborg Lettlands. Áin er skipgeng að mestu ofantil (þ.e. í rússneska hlutanum) en vegna fossa og virkjana er hún aðeins að litlu leyti skipgeng neðar. Skurðir tengja ána við árnar Berezina og Dnjepr. Ekki má rugla saman Vestur-Dvínu og Norður-Dvínu, sem er talsvert minni á í Norður-Rússlandi.

Vatnasvæði Vestur-Dvínu (Daugava)
Sólsetur við Vestur Dvínu í Riga.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]