Spjall:Dulnefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ég er að velta fyrir mér hvort þetta eigi allt að vera undir einum hatti og ef svo er, hvað síðan ætti þá að kallast - mér finnst mjög annkannalegt að sjá t.d. höfundarnafn Guðrúnar frá Lundi og listamannsheiti Errós flokkuð sem dulnefni - í hvorugu tilvikinu ríkti nokkurntíma nokkur efi eða leynd um hver þar væri á ferðinni en þau kusu einfaldlega að nota þessi nöfn á verk sín. Öðru máli gegnir með höfunda eins og Stellu Blómkvist, sem er vissulega dulnefni - eða Anonymus, sem var dulnefni Jóhannesar Bjarna Jónssonar (sem þekktastur er undir höfundarnafninu Jóhannes úr Kötlum).--Navaro 25. janúar 2012 kl. 19:26 (UTC)