Diane Farr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Diane Farr
FæddDiane Farr
7. september 1969 (1969-09-07) (54 ára)
Ár virk1981 -
Helstu hlutverk
Megan Reeves í Numb3rs

Diane Farr (fædd 7. september 1969) í New York er bandarísk leikkona. Er þekktust fyrir að leika FBI-alríkisfulltrúann Megan Reeves í Numb3rs.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Farr fæddist í Manhattan, New York og er af írskum og ítölskum uppruna. Diane stundaði nám í drama við New York Stony Brook-háskólann og Loughborough háskólann á Englandi og útskrifaðist hún þaðan með sameiginlega B.A. gráðu. Þegar hún var nýnemi við Stony Brook þá var hún krýnd ungfrú New York. Var hún aðeins 19 ára á þessum tíma og sú yngsta sem hefur haldið titlinum. Farr kenndi einu sinni leiklist í öryggisfangelsi.

Farr er rithöfundur en fyrsta bók hennar, The Girl Code: The Secret Language of Single Women (Um stefnumót, kynlíf, verslun og virðingu meðal vinkvenna), var gefin út á Valentínusardaginn árið 2001. Hefur hún einnig skrifað fyrir tímaritin Jane, Esquire, Glamour og Self og er reglulegur höfundur hjá Cosmopolitan, Soma og Gear.

Eftir að hafa hætt með kærasta sínum, þá stofnuðu Diane og vinkona hennar Laura Bailey heillaóskakortafyrirtæki að nafni Other Announcements.

Farr framleiddi heimildarmyndina Children of God: Lost and Found (2007), sem fjallar um Children of God-trúarregluna (einnig þekkt sem Family of Love and The Family). Í myndinni þá er fylgst með nokkrum börnum sem komust undan úr trúarreglunni og þurfa að standa á eigin fótum í nýju samfélagi án peninga, menntunar eða stuðnings fjölskyldu.

Hún er náinn vinur Pauley Perrette úr NCIS.

Farr var skipuð sem sendiherra Mineseeker Foundation and the Sole of Africa, herferð sem vinnur að því að fjarlægja jarðsprengjur í Afríku. Meðal verndara herferðarinnar eru Nelson Mandela, Sir Richard Branson, Queen Noor og Brad Pitt.

Þann 26. júní 2006 giftist hún Seung Yong Chung[1][2] og saman eiga þau 3 börn.[3]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Sjónvarps[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Farr var árið 1992 í Silk Stalkings og kom síðan fram í þáttum á borð við In the House, The Drew Carey Show og Secret Agent Man. Farr var síðan með gestahlutverk í Roswell, The Job, Like Family og Rescue Me. Árið 2005 þá var henni boðið hlutverk í Numb3rs sem Megan Reeves, sem hún lék til ársins 2008. Þann 24. mars 2008 sagði Michael Ausiello frá því á TVGuide.com-bloggi sínu að Farr hafði ekki endurnýjað samning sinn við Numb3rs eftir að fjórðu þáttaröðina.[4] Farr kom fram í Californication í 10 þáttum haustið 2009.[5]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Farr var árið 1998 í Divorced White Male og hefur síðan komið fram í kvikmyndum á borð við Bingo, Flooding og Hourly Rates.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Divorced White Male Lisa
1999 Bingo Miranda
1999 Little Indiscreations C.J.
2000 Flooding Personal Ad Girl
2002 Hourly Rates Shania
2008 The Third Nail Hannah óskráð á lista
2010 Ass Castle: Part 1 ónefnt hlutverk
2011 The Carrier Claudia Kvikmyndatökum lokið
2010 Cherry ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1992 Silk Stalkings Aðstoðarmaður framleiðslustjóra Þáttur: Baser Instincts
1996 Unhappily Ever After Michelle Þáttur: Jack Writes Good
1997 In the House Dr. Young Þáttur: Saint Marion
1998 V.I.P. Helen Þáttur: Scents and Sensibility
1999 The Drew Carey Show Tracy 3 þættir
1999 It´s Like, You Know... Cindy Þáttur: Lost in America
2000 The David Cassidy Show Lisa Erickson Sjónvarpsmynd
2000 Sacrifice Karen Yeager Sjónvarpsmynd
2000 Secret Agent Man Trish Fjord Þáttur: The Elders
1999-2001 Roswell Amy DeLuca 11 þættir
2002 Superfire Sammy Kerns Sjónvarpsmynd
2001-2002 The Job Jan Fendrich 19 þættir
2002 CSI: Crime Scene Investigation Marcie Tobin Þáttur: Cats in the Cradle
1998-2002 Arli$$ Erica Lansing 2 þættir
2002 Bram and Alice Tovah Þáttur: Pilot
2003 Harry´s Girl ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2003 The Ripples ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2003-2004 Like Family Maddie Hudson 23 þættir
2004-2005 Rescue Me Laura Miles 19 þættir
2005-2008 Numb3rs Megan Reeves 60 þættir
2009 Californication Jill Robinson 8 þættir
2010 Desperate Housewives Barbara Orlofsky Þáttur: Epiphany
2010 ACME Saturday Night Gesta kynnir Þáttur: Diane Farr
2010 White Collar Gina De Stefano Þáttur: By the Book
2010 Grey's Anatomy Lila Davis Þáttur: Can´t Fight Biology
2011 The Council of Dads Catherine Wells Sjónvarpsmynd
2011 CSI: Miami Marilyn Milner Þáttur: By the Book
2011 Collision Earth Victoria Sjónvarpsmynd
Í eftirvinnslu

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Famous People Getting Married: Arquette, Farr Tie the Knot: And, oh yeah, so does 81-year-old 'Wyatt Earp' star Geymt 7 mars 2012 í Wayback Machine (Skoðuð 21. maí 2007)
  2. WEDDINGS/CELEBRATIONS; Diane Farr, Seung Chung í The New York Times 26. júní 2006 (Skoðuð 6. janúar 2009)
  3. „Celebrity-Babies.com: Diane Farr“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. september 2008. Sótt 7. október 2009.
  4. Exclusive: Diane Farr's Numbers Up Geymt 29 mars 2008 í Wayback Machine á tvguide.com 25. mars 2008 (Skoðuð 25. mars 2008).
  5. Diane Farr joins 'Californication'.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]