Grey's Anatomy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Útsending
Sýnt September 2007 –
Síðsti þáttur í {{{last_aired}}}
Grey's Anatomy
Grey's Anatomy Logo.svg
Tegund Læknadrama
Búið til af Shonda Rhimes
Leikarar Ellen Pompeo
Sandra Oh
Katherine Heigl
Justin Chambers
T.R. Knight
Chandra Wilson
James Pickens, Jr.
Kate Walsh
Sara Ramírez
Eric Dane
Chyler Leigh
Brooke Smith
Kevin McKidd
Jessica Capshaw
Kim Raver
Sarah Drew
Jesse Williams
Isaiah Washington
Patrick Dempsey
Yfirlestur Ellen Pompeo (oftast)
Höfundur stefs Psapp
Upphafsstef "Cosy in the Rocket"
Tónlist Danny Lux
Upprunaland Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Frummál Enska
Fjöldi þáttaraða 16
Fjöldi þátta 363
Framleiðsla
Framkvæmdastjóri Shonda Rhimes
Betsy Beers
Mark Gordon
Krista Vernoff
Rob Corn
Mark Wilding
Edward Ornelas
Lengd þáttar 43 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð ABC
Myndframsetning 480i (SDTV)
720p(HDTV)
Hljóðsetning Stereo, Dolby Digital 5.1
Fyrsti þáttur í 27. mars 2005
Tímatal
Tengdir þættir Private Practice
Tenglar
Heimasíða
Síða á IMDb
TV.com síða

Grey's Anatomy er bandarískur lækna-dramaþáttur sem fylgist með lífi nema, deildarlæknum og lærifeðrum þeirra á Seattle Grace sjúkrahúsinu í Seattle, Washington. Fyrsti þátturinn, „A Hard Day's Night“ var sýndur þann 27. mars 2005 á ABC sjónvarpsstöðinni. Síðan þá hafa 16 þáttaraðir verið sýndar.

Þátturinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Í byrjun var þátturinn aðeins uppfylling fyrir Boston Legal en hann fékk mikið áhorf og horfðu 16,25 milljónir á fyrsta þáttinn. Þátturinn er handhafi bæði tveggja Emmy-verðlauna og tveggja Golden Globe verðlauna og er einn vinsælasti þáttur sögunnar.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Leikarar og sögupersónur[breyta | breyta frumkóða]

Sögupersónurnar í þáttunum einkennast af hóp af skurðlæknakandídátum og mismunandi skurðlækna sem þjóna sem kennarar þeirra í bæði vinnu- og einkalífum þeirra. Framleiðandi þáttanna notaði tækni sem kallast „blind-ráðning“ (blind-casting á ensku), sem leiddi til þess að leikararnir urðu af mismunandi kynþáttarupprunum. Það var ráðið í öll hlutverk án þess að kynþættir sögupersónanna væru sérstaklega frágreindir, eins og handritshöfundurinn, Shonda Rhimes, hafði óskað eftir.

Aðalpersónurnar fimm eru Meredith Grey (Ellen Pompeo), Alex Karev (Justin Chambers), George O'Malley (T.R.Knight), Izzie Stevens (Katherine Heigl) og Christina Yang (Sandra Oh). Þau byrja sem læknanemar á Seattle Grace-sjúkrahúsinu og verða svo deildarlæknar eftir fyrsta árið. Kennarinn þeirra er Miranda Bailey (Chandra Wilson), almennur skurðlæknir sem verður yfirmaður skurðdeildar seinna meir. Skurðdeildinni stýrir Richard Webber (James Pickens Jr.) sem átti í ástarsambandi við móður Meredith þegar Meredith var ung. Í liði Webbers er taugaskurðlæknirinn Derek Sheperd (Patrick Dempsey) og hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Preston Burke (Isaiah Washington). Derek er kynntur sem ástarskot Meredith, á meðan Preston byrjar samband við Cristinu.