Dennis Kucinich
Útlit

Dennis John Kucinich (f. 8. október 1946) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Cleveland í Ohio fylki. Hann gegndi starfi þingmanns í neðri deild bandaríska þingsins fyrir heimafylki sitt. Hann sóttist eftir tilnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi í Bandarísku forsetakosningunum árin 2004 og 2008.
Kucinich gegndi embætti borgarstjóra Cleveland borgar á árunum 1977-1979. Hann var aðeins 31 árs að aldri þegar hann gegndi þessu embætti og var á þeim tíma yngsti borgarstjóri sem hafði farið með völd í bandarískri stórborg. Borgarstjóratíð hans var mjög róstursöm og eitt mesta átakamálið var þegar Kucinich neitaði að einkavæða orkufyrirtæki borgarinnar, Cleveland Public Power.
