Fara í innihald

Deimos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Deimos tekin af Mars Reconnaissance Orbiter í febrúar 2009.

Deimos er ytra tungl Mars, hitt verandi Fóbos. Deimos er að mestu úr kolefni og ís og hefur mestu endurskinshæfni allra fyrirbæra í sólkerfinu. Þvermál Deimosar er innan við 20 km og er lögun hnattarins nokkuð óregluleg. Eins og tungl jarðarinnar snýr Deimos alltaf sömu hlið að Mars.[1] Hæð Deimos frá yfirborði Mars er um 23 500 km sem gerir innan við 1/15 af fjarlægð tunglsins frá jörðinni.

Bandaríski stjörnufræðingurinn Asaph Hall uppgötvaði Deimos árið 1877 þegar Mars var í gagnstöðu og sólnánd.[1] Yfirborð Deimosar er þakið þykku lagi ryks svo smáatriði yfirborðsins sjást illa.[2] Ólíkt Fóbos kemur Deimos upp í austri og sest í vestri.[1] Mikið af því sem vitað er um Deimos er afrakstur Mariner- og Viking geimferðaáætlunar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna.[3]

Deimos og Fóbos eru nefnd eftir sonum Aresar í grískri goðafræði.[1]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Hvað heita tungl Mars?“. Vísindavefurinn.
  2. THE MOONS OF MARS: PHOBOS AND DEIMOS Kathy Miles. Enska. Sótt 15.6.2011
  3. Geological History:Moons of Mars Scott Ellis. Enska. Sótt 15.6.2011
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.