Fara í innihald

Degú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Degu
Octogon Degus
Octogon Degus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: (Rodentia)
Ætt: (Octogontidae)
Ættkvísl: (Octogon)
Tegund:
Octogon degus

Útbreiðsla í Mið-Síle.
Útbreiðsla í Mið-Síle.

Degú (fræðiheiti: Octodon degus) er lítið nagdýr sem er upprunið frá mið-Síle. Degú er ljósbrúnn að lit og með gula flekki. Lengd búks er frá 25-31 sentimetrar og þyngd er frá 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um 6-8 ár en geta verið allt að 13 ár.

Degúar eru mikil félagsdýr og lifa í holum sem þeir grafa saman. Talin hafa verið 15 sérstök hljóð sem þeir gefa frá sér til tjáningar. Kvendýrin eiga það til að sinna ungum annarra kvendýra. Ungarnir verða frá 2-12 í einu goti. Degúar eru virkir á daginn og hafa góða sjón.

Degúar eru orðnir vinsæl gæludýr. Þeir eru þeir sérstakir að því leyti að forðast ber að gefa þeim sykurríka fæðu þar sem þeir geta fengið sykursýki. Einnig verða þeir að vera í málmbúrum þar sem þeir eru gjarnir á að naga plast. Þar sem þeir eru félagsdýr þarf að hafa a.m.k. 2 dýr. Degúar baða sig með sandi.

Degúar eru ólöglegir í ákveðnum fylkjum Bandaríkjanna; Kaliforníu, Utah, Georgíu og Alaska. Í Kanada eru þeir ólöglegir á Nýfundnalandi og Labrador. Þeir eru alfarið ólöglegir á Nýja-Sjálandi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi spendýrsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.