David Kaplan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Nafn: David Benjamin Kaplan
Fæddur: 1933
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: „Quantifying In“; „Demonstratives“
Helstu viðfangsefni: Málspeki, rökfræði, frumspeki, þekkingarfræði
Markverðar hugmyndir: Tilvísanir í ógagnsæju samhengi
Áhrifavaldar: Gottlob Frege, Bertrand Russell, P.F. Strawson, Rudolf Carnap, Alonzo Church, Richard Montague

David Benjamin Kaplan (fæddur 1933) er bandarískur heimspekingur og rökfræðingur og prófessor við UCLA. Hann er einkum þekktur fyrir verk sitt um tilvísunarfornöfn, forsetningar og tilvísun í ógagnsæju (íbyggnu) samhengi.

Megináhugasvið hans í heimspeki eru rökfræði, heimspekileg rökfræði, háttarökfræði, málspeki, frumspeki og þekkingarfræði.

David Kaplan hlaut Ph.D. gráðu í heimspeki frá UCLA árið 1964, þar sem hann var nemandi Rudolfs Carnap. Á mótunarárum hans í heimspeki var hann undir áhrifum frá mikilvægum rökgreiningarheimspekingum við UCLA, svo sem Alonzo Church og Richard Montague.

Kaplan kennir venjulega árlegt námskeið fyrir lengra komna í málspeki við UCLA og einblínir á verk Gottlobs Frege, Bertrands Russell eða P.F. Strawsons. Líflegir fyrirlestrar hans snúast oft um efnisgreinar frá grein Russells „Um tilvísun“ eða grein Freges „Skilningur og merking“.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

  • „Quantifying In“ Synthese, XIX (1968).
  • „Bob and Carol and Ted and Alice“ í Approaches to Natural Language, J. Hintikka o.fl. (ritstj.) (Reidel, 1973).
  • „How to Russell a Frege-Church“ í The Journal of Philosophy, LXXII (1975).
  • „Demonstratives“ og „Afterthoughts“ í Themes From Kaplan, Almog o.fl. (ritstj.) (Oxford, 1989).
  • „Words“ í The Aristotelian Society Supplementary Volume, LXIV (1990).
  • „A Problem in Possible World Semantics“ í Modality, Morality, and Belief, W. Sinnott-Armstrong o.fl. (ritstj.) (Cambridge, 1995).

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]