Fara í innihald

Um tilvísun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimspekigreinin „Um tilvísun“ (enska On Denoting) sem Bertrand Russell skrifaði, er ein þeirra greina sem hafði hvað mesta þýðingu og áhrif á 20. öldinni, einkum á tilurð og þróun rökgreiningarheimspekinnar. Greinin birtist fyrst í heimspekitímaritinu Mind árið 1905, en hefur einnig verið gefin út í sérstakri 100 ára afmælisútgáfu Mind árið 2005 og í bók Russells Rökfræði og þekking (e. Logic and Knowledge) 1956.

Í greininni kynnir Russell bæði ákveðnar og óákveðnar lýsingar og setur fram lýsingarhyggju um tilvísanir með tilliti til eiginnafna. Í greininni auðkennir hann eiginnöfn sem „dulbúinar“ eða „styttar“ ákveðnar lýsingar. Lýsingarhyggjan, sem á einnig rætur að rekja til kenninga þýska rökfræðingsins Gottlobs Frege, var ríkjandi kenning um tilvísanir í málspeki allt fram á 8. áratug aldarinnar og á sér enn málsvara, en þeirra helstur er John Searle.

Greinin birtist í íslenskri þýðingu Ólafs Páls Jónssonar í greinasafninu Heimspeki á 20. öld árið 1994.

Heimildir og frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fyrirmynd greinarinnar var „On Denoting“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. júní 2008.
  • Searle, John R., Intentionality (Cambridge: Cambridge University Press, 1983).
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.