Um tilvísun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heimspekigreinin „Um tilvísun“ (enska On Denoting) sem Bertrand Russell skrifaði, er ein þeirra greina sem hafði hvað mesta þýðingu og áhrif á 20. öldinni, einkum á tilurð og þróun rökgreiningarheimspekinnar. Greinin birtist fyrst í heimspekitímaritinu Mind árið 1905, en hefur einnig verið gefin út í sérstakri 100 ára afmælisútgáfu Mind árið 2005 og í bók Russells Rökfræði og þekking (e. Logic and Knowledge) 1956.

Í greininni kynnir Russell bæði ákveðnar og óákveðnar lýsingar og setur fram lýsingarhyggju um tilvísanir með tilliti til eiginnafna. Í greininni auðkennir hann eiginnöfn sem „dulbúinar“ eða „styttar“ ákveðnar lýsingar. Lýsingarhyggjan, sem á einnig rætur að rekja til kenninga þýska rökfræðingsins Gottlobs Frege, var ríkjandi kenning um tilvísanir í málspeki allt fram á 8. áratug aldarinnar og á sér enn málsvara, en þeirra helstur er John Searle.

Greinin birtist í íslenskri þýðingu Ólafs Páls Jónssonar í greinasafninu Heimspeki á 20. öld árið 1994.

Heimildir og frekari fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „On Denoting“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. júní 2008.
  • Searle, John R., Intentionality (Cambridge: Cambridge University Press, 1983).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.