David Kaplan
David Benjamin Kaplan | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1933 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | „Quantifying In“; „Demonstratives“ |
Helstu kenningar | „Quantifying In“; „Demonstratives“ |
Helstu viðfangsefni | Málspeki, rökfræði, frumspeki, þekkingarfræði |
David Benjamin Kaplan (fæddur 1933) er bandarískur heimspekingur og rökfræðingur og prófessor við UCLA. Hann er einkum þekktur fyrir verk sitt um tilvísunarfornöfn, forsetningar og tilvísun í ógagnsæju (íbyggnu) samhengi.
Megináhugasvið hans í heimspeki eru rökfræði, heimspekileg rökfræði, háttarökfræði, málspeki, frumspeki og þekkingarfræði.
David Kaplan hlaut Ph.D. gráðu í heimspeki frá UCLA árið 1964, þar sem hann var nemandi Rudolfs Carnap. Á mótunarárum hans í heimspeki var hann undir áhrifum frá mikilvægum rökgreiningarheimspekingum við UCLA, svo sem Alonzo Church og Richard Montague.
Kaplan kennir venjulega árlegt námskeið fyrir lengra komna í málspeki við UCLA og einblínir á verk Gottlobs Frege, Bertrands Russell eða P.F. Strawsons. Líflegir fyrirlestrar hans snúast oft um efnisgreinar frá grein Russells „Um tilvísun“ eða grein Freges „Skilningur og merking“.
Helstu rit
[breyta | breyta frumkóða]- „Quantifying In“ Synthese, XIX (1968).
- „Bob and Carol and Ted and Alice“ í Approaches to Natural Language, J. Hintikka o.fl. (ritstj.) (Reidel, 1973).
- „How to Russell a Frege-Church“ í The Journal of Philosophy, LXXII (1975).
- „Demonstratives“ og „Afterthoughts“ í Themes From Kaplan, Almog o.fl. (ritstj.) (Oxford, 1989).
- „Words“ í The Aristotelian Society Supplementary Volume, LXIV (1990).
- „A Problem in Possible World Semantics“ í Modality, Morality, and Belief, W. Sinnott-Armstrong o.fl. (ritstj.) (Cambridge, 1995).
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Kaplans Geymt 28 maí 2005 í Wayback Machine
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „David Kaplan (philosopher)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2006.