Crocus ochroleucus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Crocus ochroleucus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Geiri: Crocus
Röð: Kotschyani
Tegund:
C. ochroleucus

Tvínefni
Crocus ochroleucus
Boiss. & Gaill.

Crocus ochroleucus er rjómalitur krókus ættaður frá Sýrlandi, Líbanon, Ísrael, Palestínu og Tyrklandi.


Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Fjölær. Hnýðið smátt, frjósamt (myndar mikið af smálaukum), þakið himnukenndu brúnu hýði. Blöðin eru 4-6, koma um leið og blómin, með djúpri rák, 1.5–2 mm breið. Blómin eru 2–3 sm að þvermáli; krónublöðin eru oddbaugótt til egglaga, rjómahvít, gul við grunninn. Fræflarnir hvítleitir, lengri en frævilsstilkurinn. Frænið rauðgult.

Blómgun[breyta | breyta frumkóða]

Október–desember.

Búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Grýtt svæði, léttur jarðvegur.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Mið og lágfjöll í suður Hermon.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Rjómahvítur litur blómsins gaf þessari tegund nafnið ochroleucus, sem er dregið af Gríska ôchros, "gulur", og leukos, "hvítur". Tegundin er í Líbanon þekkt sem hirsanneen, vex ríkulega eftir fyrstu rigningar haustsins. Hnýðin eru stundum étin. Krókus er með 3 stíla. Þetta einkenni ásamt öðrum, hjálpar til við að greina á milli krókusa og haustlilja[1] sem eru lífshættulega eitraðar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Mustapha Nehmeh, Wild Flowers Of Lebanon, National Council For Scientific Research,1978,pages 151, 152.
  • Georges Tohme& Henriette Tohme, IIIustrated Flora of Lebanon, National Council For Scientific Research, Second Edition 2014.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.