Crack the Skye
Crack the Skye | |
---|---|
Breiðskífa | |
Flytjandi | Mastodon |
Gefin út | 24. mars 2009 |
Tekin upp | Southern Tracks Studios, Atlanta, Georgia |
Stefna | Progressive metal, stoner rock, sludge metal |
Lengd | 50:03 |
Útgefandi | Reprise |
Crack the Skye er fjórði geisladiskurinn eftir Bandarísku þungarokkshljómsveitina Mastodon en hann var gefinn út 24. mars 2009 af Reprise Records.[1][2] Diskurinn komst í 11 sæti á Billboard 200 en hann seldist í 41,000 eintaka í fyrstu viku.[3] Í Ástralíu komst diskurinn í 19 sæti.[4] Í september 2010 hafði diskurinn selt 200,000 eintök í Bandaríkjunum. Sem gerir hann söluhæsta diskinn þeirra eins og er [5]
Crack the Skye er fyrsti geisladiskurinn þar sem að trommuleikarinn Brann Dailor fær að vera þriðji söngvari.
Tónlist og texti
[breyta | breyta frumkóða]Trommuleikarinn Brann Dailor lýsir disknum eins og hann sé "einbeittari" en fyrri diskurinn Blood Mountain. [6] Eftir nokkur viðtöl þá hefur Dailor einnig sagt að diskurinn tengist fagurfræði og list frá Tsarist Russia, það að vera út úr líkamanum sínum og kenningar Stephen Hawking um ormagöng[7]. Ásamt því þá var þessi diskur gerður til að heiðra systur Brann Dailor en hún, Skye Dailor, framdi sjálfsmorð þegar hún var 14 ára.
Viðtökur
[breyta | breyta frumkóða]Upphaflegu viðtökur við Crack the Skye voru mjög góðar. Á Metacritic, sem gefur einkunn upp í 100 byggt á mismunandi umsögnum gagnrýnenda, fær diskurinn 82. Þetta er byggt á 29 umsögnum og gefur til kynna að diskurinn fær "alhliða lof". [8] Time Magazine setti diskinn í 3. sæti í "topp 10 diskur frá 2009" [9]. Diskurinn var einnig valinn diskur ársins hjá Rock Sound. Einnig komst diskurinn í 17. sæti yfir bestu diska ársins hjá Spin Magazine [10].
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]Öll lög voru samin af Mastodon, fyrir utan "Crack the Skye" (Scott Kelly með viðbót við textann).
Nr. | Titill | Aðalsöngvari | Lengd |
---|---|---|---|
1. | „Oblivion“ | Brann Dailor, Troy Sanders, Brent Hinds | 5:46 |
2. | „Divinations“ | Hinds, Sanders | 3:38 |
3. | „Quintessence“ | Hinds, Sanders | 5:27 |
4. | „The Czar
| Hinds, Sanders | 10:54 |
5. | „Ghost of Karelia“ | Sanders, Hinds | 5:24 |
6. | „Crack the Skye“ (ásamt Scott Kelly) | Sanders, Dailor, Scott Kelly | 5:54 |
7. | „The Last Baron“ | Hinds, Sanders | 13:00 |
Samtals lengd: | 50:03 |
References
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Coscarelli, Joe (29. október 2008). „Mastodon Unveil New Album Details“. Spin Magazine Online. Sótt 30. október 2008.
- ↑ „Mastodon: New Album Title, Track Listing Revealed“. Blabbermouth.net. 29. október 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2008. Sótt 29. október 2008..
- ↑ „Mastodon's 'Crack The Skye' Lands At No. 11 On BILLBOARD Chart“. blabbermouth.net. 1. apríl 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. apríl 2009. Sótt 2. apríl 2009.
- ↑ „Aria Top 50 Albums Chart“. Ariacharts.com.au. Sótt 20. júní 2012.
- ↑ Week Ending Sept. 12, 2010: The Dulcet Tones Of Bruno Mars - Chart Watch Geymt 29 desember 2010 í Wayback Machine
- ↑ Mastodon On New Album And Supporting Metallica and Slayer, The Quietus (2008-11-04)
- ↑ http://metalhall.blogspot.is/2009/01/dailor-talks-new-mastodon-album-and.html
- ↑ http://www.metacritic.com/music/crack-the-skye/mastodon
- ↑ http://content.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1945379_1943810_1943816,00.html
- ↑ http://www.spin.com/2009/12/40-best-albums-2009/