Columbia-háskóli
Columbia-háskóli (enska Columbia University) er einkarekinn rannsóknarháskóli í New York í Bandaríkjunum. Aðalháskólavæði skólans er á Manhattan-eyju. Skólinn var stofnaður sem King's College af ensku kirkjunni árið 1754. Hann var fyrsti háskólinn í New York fylki og sá fimmti í Bandaríkjunum. Skólinn er einn af hinum átta svonefndu Ivy League-skólum.
Columbia-háskóli var fyrsti háskólinn í Norður-Ameríku sem bauð upp á nám í mannfræði og stjórnmálafræði. Í október 2006 höfðu 76 manns sem tengjast skólanum hlotið nóbelsverðlaun í efnafræði, læknisfræði, hagfræði, bókmenntum og Friðarverðlaun Nóbels.
Við skólann starfa rúmlega 3.200 háskólakennarar og þar nema á sjötta þúsund grunnnemar og á fimmtánda þúsund framhaldsnemar. Fjárfestingar skólans nema tæplega 6 milljörðum bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru In lumine Tuo videbimus lumen eða „Í ljósi þínu munum við sjá ljósið“.