Fara í innihald

Charles Sanders Peirce

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Charles Peirce)
Charles Sanders Peirce
Charles Sanders Peirce
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. september 1839
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 19. aldar,
Heimspeki 20. aldar
Skóli/hefðGagnhyggja
Helstu viðfangsefnirökfræði, vísindaheimspeki, þekkingarfræði, frumspeki, táknfræði, stærðfræði, vísindaleg aðferðafræði

Charles Sanders Peirce (10. september 1839 í Cambridge í Massachusetts19. apríl 1914) var bandarískur heimspekingur, eðlisfræðingur og fjölfræðingur. Peirce var menntaður efnafræðingur og vann að vísindum í rúm 30 ár en er einkum minnst fyrir framlag sitt til rökfræði, stærðfræði, heimspeki og táknfræði.

Peirce hlaut ekki mikla athygli á sínum tíma og allt fram yfir miðja 20. öld. Mikið af skrifum hans er enn óútgefið. Hann skrifaði mest á ensku en birti einnig nokkrar greinar á frönsku. Hann var frumkvöðull í stærðfræði og vísindalegri aðferðafræði og vísindaheimspeki, þekkingarfræði og frumspeki en áleit sig öðru fremur vera rökfræðing. Í huga hans náði rökfræðin einnig yfir þekkingarfræði og vísindaheimspeki en Peirce áleit rökfræðina tilheyra táknfræði. Strax árið 1886 sá hann fyrir að rafrásir sem straumur færi um eða væri tekinn af gæti framkvæmt rökaðgerðir, hugmynd sem varð að veruleika þegar fyrstu tölvur litu dagsins ljós.

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.