Fara í innihald

Charles Barkley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Charles Barkley

Charles Wade Barkley (fæddur 20. febrúar 1963) er bandarískur fyrrverandi körfuknattleiksmaður. Barkley var á sínum tíma einn besti kraftframherji NBA-deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 1993 og var valinn í hóp 50 bestu leikmanna deildarinnar frá upphafi.

Hann vann gullverðlaun með bandaríska landsliðinu í körfuknattleik á Ólympíuleikunum 1992 og 1996. Í NBA-deildinni lék hann fyrir Philadelphia 76ers, Phoenix Suns og Houston Rockets.

  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.