Carl Sandburg
Útlit
Carl Sandburg (6. janúar 1878 – 22. júlí 1967) var bandarískur rithöfundur, skáld, blaðamaður og sagnfræðingur af sænskum ættum sem vann hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun tvisvar; einu sinni fyrir ævisögu Abrahams Lincoln og í annað sinn fyrir ljóðasafn sitt The Complete Poems of Carl Sandburg. Hann gaf út tvö söfn með frumsömdum þjóðsögum, Rootabaga Stories (1920) og More Rootabaga Stories (1923). Sögurnar hafði hann samið fyrir dætur sínar og þar sem honum þótti að bandarísk borgarbörn vantaði þjóðsögur sem ættu við það umhverfi sem þau þekktu.