Fjallabláklukka
Fjallabláklukka | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Campanula uniflora L. |
Fjallabláklukka (fræðiheiti: Campanula uniflora) er lítil fjölær jurt sem ber aðeins eitt blátt blóm á hverjum stilk. Hún er algeng á norðurslóðum þar sem hún vex í kalkríkum jarðvegi til fjalla.
Á Íslandi er fjallabláklukka fremur sjaldséð og algengust í fjallshlíðum við Eyjafjörð.
Á heimsvísu er hún er útbreidd í norðanverðri Norður-Ameríku, þ.m.t. Klettafjöllum og Grænlandi, Asíumegin við Beringshaf og á Íslandi, Svalbarða, fjöllum Skandinavíu og Novaja Zemlja.
Tegundin var fyrst uppgötvuð af Linnaeus í leiðangri hans til Lapplands árið 1732 og segir frá henni í bók sinni Flora Lapponica (1737).[1]
Samlífi
[breyta | breyta frumkóða]Á Íslandi vex niðurbrotssveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[2] meðal annars á fjallabláklukku.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Den virtuella floran - Fjällklocka“ (sænska). Swedish Museum of Natural History. Sótt 4 Mars 2010.
- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X