Fara í innihald

Sambandslögin 1707

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bresku sambandslögin 1707)
Fyrsti fáni Bretlands, búinn til af Jakob 6.

Sambandslögin 1707 (enska: Acts of Union 1707) voru lög samþykkt af enska þinginu og skoska þinginu árið 1707 til að sameina konungsríkin England og Skotland. Sambandslögin settu í lög það sem hafði verið samþykkt í Treaty of Union-milliríkjasamningnum þann 22. júlí 1706. Áður voru England og Skotland aðskilin lönd í konungssambandi. Með þessum lögum var konungsríkið Stóra-Bretland myndað.[1]

Löndin tvö voru með sama einvaldinn síðan Union of the Crowns árið 1603, þegar Jakob 6. Skotakonungur erfði ensku krúnuna eftir frænku sína Elísabet 1. Reynt hafði verið að sameina ríkin tvö árin 1606, 1667 og 1689 en það var ekki þar til byrjunar 18. aldarinnar að bæði þing voru sammála sambandi.

Lögin gengi í gildi þann 1. maí 1707. Á þessa dagsetningu sameinuðust skoska þingið og enska þingið til að mynda breska þingið, staðsett í Westminsterhöllinni í London. Hún var áður höfuðstöðvar enska þingsins.[2] Þannig eru lögin þekkt sem Þingasambandið (e. Union of the Parliaments).

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.