Borgarfjörður (Arnarfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Vestfjörðum

Borgarfjörður er stuttur fjörður, í Vestur-Ísafjarðarsýslu, sem gengur inn úr Arnarfirði og er nyrstur innfjarða hans, sunnan við Borgarfjörð er Dynjandisvogur. Borgarfjörður er oft talinn ná alla leið út að Langanestá, en réttara er að hann afmarkist af Hjallkárseyri að norðan og Meðalnestá að sunnan og sé því um 5 km langur[1]. Niður í botn Borgarfjarðar rennur Mjólká en hún var virkjuð árið 1958 og heitir virkjunin Mjólkárvirkjun. Fyrsta virkjunin var byggð á árunum 1956 til 1958. Önnur virkjun var byggð milli 1973 og 1975. Báðar virkjanirnar nýta sama stöðvarhús og aðstöðu. Eldri virkjunin framleiðir 2,4 MW en sú nýrri 5,7 MW. Orkubú Vestfjarða var stofnað 1978 og tók við rekstri Mjólkárvirkjunnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.