Fara í innihald

Boca Juniors

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Club Atlético Boca Juniors
Merki
Fullt nafn Club Atlético Boca Juniors
Gælunafn/nöfn Azul y Oro (þeir bláu og gulllituðu)

La Mitad Más Uno (Hálfur plús einn)

Stytt nafn CABJ
Stofnað 3. apríl 1905
Leikvöllur La Bombonera, La Boca, Búenos Aíres
Stærð 49.000
Knattspyrnustjóri Miguel Ángel Russo
Deild Argentine Primera División
Heimabúningur
Útibúningur

Club Atlético Boca Juniors , Oftast Þekkt sem Boca eða Boca Juniors, er argentínskt félag með aðsetur í La Boca hverfi Buenos Aires-borgar.

Boca Juniors er mest þekkt fyrr knattspyrnufélag sitt sem var stofnað árið 1913 , það spilar í argentínusku úrvalsdeildinni sem heitir Argentine Primera División, og er sigursælasta félag Argentínu með flesta titla 69 alls.[1]

Litir og treyjur

[breyta | breyta frumkóða]

Litir félagsins(blár og gulur) eru taldir hafa komið til vegna þess að sænskt skip lagði við höfnina í Buenos Aires. og var með sænsku fánalitunum þ.e gulu og bláu, síðan þá hafa það verið einkennislitir Boca.

La Bombonera, heimavöllur Boca Juniors er einn af frægustu leikvöngum heims

Deildarmeistarar

[breyta | breyta frumkóða]

1931, 1934, 1935, 1940, 1943, 1944, 1954, 1962, 1964, 1965, Nacional 1969, Nacional 1970, Metropolitano 1976, Nacional 1976, Metropolitano 1981, Apertura 1992, Apertura 1998, Clausura 1999, Apertura 2000, Apertura 2003, Apertura 2005, Clausura 2006, Apertura 2008, Apertura 2011, 2015 Primera División, 2017-2018 Superliga

1977, 1978, 2000, 2001, 2003, 2007

HM Félagsliða

[breyta | breyta frumkóða]

1977, 2000, 2003

Rígurinn við Club Atlético River Plate

[breyta | breyta frumkóða]

Boca Juniors á í miklum og langvinnum ríg við River Plate. Rígurinn er einn sá mesti og þekktasti í knattspyrnuheiminum og eru leikir liðanna kallaðir Superclásico eða Superderby. Má rekja óvild á milli stuðningsmanna liðanna til ýmissa þátta. Í fyrsta lagi eru bæði liðin frá Buenos Aires og eru aðeins 7 km á milli leikvanga þeirra. Rígurinn er þó aðallega vegna þess að helstu stuðningsmenn liðanna koma úr mismunandi stéttum Argentínu.  Boca Juniors er frá La Boca hverfinu í Buenos Aires sem er þekkt fyrir þar búa afkomendur fátækra innflytjenda og verkamenn. Heimavöllur River Plate er aftur á móti í Belgrano hverfinu þar sem efnameira fólk býr. Í gegnum tíðina hafa því verkamenn og fólk sem vill standa með þeim stutt Boca Juniors á meðan fólk sem vill samsama sig með valda- og peningaelítu Argentínu heldur með River Plate. Þessi klofningur nær langt út fyrir Buenos Aires því að í skoðanakönnun frá 2008 sögðust um 73% Argentínumanna styðja annaðhvort Boca Juniors eða River Plate.[2]  

Fyrsti leikur liðanna var leikinn árið 1913 og þá vann River Plate 2-1. Í nóvember 2023 höfðu liðin spilað 260 leiki á móti hvoru öðru og hefur Boca Juniors unnið fleiri leiki eða 91 á móti 86 hjá River Plate.  

Mikil spenna er fyrir hvern leik liðanna og oft hafa brotist út ólæti á milli stuðningsmanna. Til dæmis mættust liðin í Copa Libertadores þann 15. maí árið 2015 en flauta þurfti leikinn af í stöðunni 0-0 þegar stuðningsmenn Boca Junior sprautuðu piparúða á leikmenn River Plate. River Plate var síðar dæmdur sigur.[3]

Þekktir leikmenn sem hafa spilað fyrir félagið

[breyta | breyta frumkóða]
Martín Palermo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Boca Juniors.

Markahæstu Leikmenn í sögu félagsins

[breyta | breyta frumkóða]
Sæti Leikmaður Staða Tímabil Mörk
1 Martín Palermo Framherji 1997–01, 2004–11 236
2 Roberto Cherro Framherji 1926–38 221
3 Francisco Varallo Framherji 1931–39 194
4 Domingo Tarasconi Framherji 1922–32 193
5 Jaime Sarlanga Framherji 1940–48 128
6 Mario Boyé Framherji 1941–49, 1955 123
7 Delfín Benítez Cáceres Framherji 1932–38 115
8 Pío Corcuera Framherji 1941–48 98
9 Pedro Calomino Framherji 1911–13, 1915–24 96
10 Juan Román Riquelme Miðjumaður 1996–02, 2007–14 92


  1. Ranking de campeones argentinos: así quedó la tabla histórica después del título de Boca, La Nación, 7 Mar 2020
  2. Thomas. „Great Rivalries In World Football: Boca Juniors vs. River Plate“. Bleacher Report (enska). Sótt 24. nóvember 2023.
  3. „Superclásico“, Wikipedia (enska), 17. nóvember 2023, sótt 24. nóvember 2023