Fara í innihald

Blóðdropinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðdropinn, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, var afhentur í fyrsta sinn haustið 2007. Stofnandi verðlaunanna er Hið íslenska glæpafélag. Verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Árið 2022 hófst samstarf við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fól í sér að bæði tilnefningar og verðlaun voru veitt samhliða Íslensku bókmenntaverðlaununum og verðlaunaupphæðin kostuð af útgefendum. Félag íslenskra bókaútgefenda Ámunda Ámundasyni að hanna nýtt merki verðlaunanna auk þeirrar breytingar að kenna verðlaunabókina við útgáfuár verksins í stað ársins sem verðlaunin voru veitt. Fyrsti verðlaunahafinn eftir þessa breytingu var Skúli Sigurðsson með Stóra bróður.

Verðlaunahafar

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Höfundur Bók
2023 Eva Björg Ægisdóttir Heim fyrir myrkur
2022 Skúli Sigurðsson Stóri bróðir
2022 Ragnheiður Gestsdóttir Farangur
2021 Yrsa Sigurðardóttir Bráðin
2020 Sólveig Pálsdóttir Fjötrar
2019 Lilja Sigurðardóttir Svik
2018 Lilja Sigurðardóttir Búrið
2017 Arnaldur Indriðason Petsamo
2016 Óskar Guðmundsson Hilma
2015 Yrsa Sigurðardóttir DNA
2014 Stefán Máni Grimmd
2013 Stefán Máni Húsið
2012 Sigurjón Pálsson Klækir
2011 Yrsa Sigurðardóttir Ég man þig
2010 Helgi Ingólfsson Þegar kóngur kom
2009 Ævar Örn Jósepsson Land tækifæranna
2008 Arnaldur Indriðason Harðskafi
2007 Stefán Máni Skipið

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]