Blómapottur
Blómapottur eða blómaker er ílát þar sem blóm og aðrar plöntur eru ræktaðar í og sýndar í. Blómapottar voru frá fornu fari og enn í dag gjarna gerðir úr rauðleir (terracotta) án glerungs og eru hringlaga og hallast inn á við (eru víðari að ofan). Blómapottar eru nú oft einnig úr plasti, málmi, tré og steini og stundum úr efni sem getur brotnað niður í náttúrunni. Dæmi um potta úr lífrænt niðurbrjótanlegu efni eru pottar sem eru gerðir úr þykkum brúnum pappír, pappa eða úr litlir pottar úr svarðmosa sem notaðir eru við uppvöxt unga plantna.
Plöntur í gróðurhúsum eru oft ræktaðar í blómapottum eða formum sem eru eins og bakkar í laginu þar sem hver planta er í einu hólfi eða einum litlum potti.
Það eru vanalega göt á botni blómapotta til að umfram vatn geti runnið niður, oft á undirskál eða disk sem heldur vatni sem settur er undir blómapottinn. Plantan getur þá náð í vatn sem er í undirskálinni með rótum sínum. Stundum eru blómapottar með sjálfvirkum vökvunarútbúnaði.
Tilgangur
[breyta | breyta frumkóða]Blómapottar eru notaðir á ýmsan hátt svo sem til að flytja plöntur milli staða, hefja ræktun á fræi og græðlingum fyrir garð og til að rækta inniblóm og viðkvæmar jurtir á kaldari svæðum. Í gegnum aldirnar hefur notkun blómapotta haft áhrif á garðyrkjuframleiðslu og voru Egyptar einna fyrstir til að nota potta til að flytja plöntur frá einum stað til annars. Rómverjar settu pottarplöntur inn í hús þegar veður kólnaði. Á 18. öld voru pottar notaðir til að senda brauðaldingræðlinga frá Tahiti til Vestur-Indía. Einnig voru Orkídeur, Afrískar fjólur og Pelargonium geraniums sendar í pottum frá öðrum hlutum heimsins, þar á meðal Afríka, til Norður-Ameríku og Evrópu.
Á 18. öld voru blómapottar Josiah Wedgwood mjög vinsælir; þeir voru oft mjög mikið skreyttir og stillt upp á miðju borðs.
Í Aþenu var blómapottum úr steinleir kastað í sjóinn á hátíð Adonis-garðanna. Theophrastus, c. 371 - c. 287 f.Kr., nefnir að planta sem kallast suður-viður var ræktuð og fjölgað í pottum vegna þess að erfitt var að rækta hana öðruvísi.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Blómapottar voru vanalega gerðir úr rauðleir (terracotta)
Hefðbundnar stærðir voru eftirfarandi (margar aðrar stærðir eru þó til)
Nafn | Nr. | Efsta þvermál (þumlungar) | Dýpt (þumlungar) |
---|---|---|---|
Einar | 1 | 20 | 18 |
Tveir | 2 | 18 | 14 |
Fjórir | 4 | 15 | 13 |
Sex | 6 | 13 | 12 |
Átta | 8 | 12 | 11 |
Tólf | 12 | 11.5 | 10 |
Sextán | 16 | 9.5 | 9 |
Tuttugu og fjögur | 24 | 8.5 | 8 |
Þrjátíu og tveir | 32 | 6 | 6 |
Fjörutíu og átta | 48 | 4.5 | 5 |
Sextíu | 60 | 3 | 3.5 |
Sjötíu og tveir | 72 | 2.5 | |
Áttatíu | 80 | 2.5 | 2.5 |
Níutíu | 90 | 1 |
Uppvöxtur plantna
[breyta | breyta frumkóða]Plöntuuppeldi fer oft fram í í hringlaga eða ferningslaga plasti. Ef hins vegar er notast við potta úr pappa eða svarðmosa má gróðursetja plöntur á vaxtarstað í pottinum.
Plastblómapottar í Evrópu eru koma í fjölda staðlaða stærða með kóða sem segir hvert þvermáls pottsins er efst.
Kóði | Þvermál | Hæð | Stærð | Samsvarar Imperial |
---|---|---|---|---|
6F | 6 cm | 6 cm | 2.25" | |
8F | 8 cm | 7.5 cm | 3" | |
9F | 9 cm | 9 cm | 3.5" | |
10F | 10 cm | 9,5 cm | 0,5 lítrar | 4" |
13F/14A | 13 sentimetrar | 12 sentimetrar | 0,9 L | 5.5" |
15F | 15 sentimetrar | 14 cm | 6" |
Stærð
[breyta | breyta frumkóða]Stærð pottsins hefur áhrif á stærð plantna. Plöntur gróðursettar í stærri pottum munu verða stærri; að meðaltali auka plöntur 40-45% í lífmassa við að tvöfalda rúmmál blómapotts. Þetta mun að hluta til stafa af aðgengi að meiri næringarefnum og vatni í stærri pottum, en einnig vegna þess að rætur verða minna bundnar af pottinum. Þetta þýðir ekki að allar plöntur dafni betur í stærri pottum. Fyrir þykkblöðunga er mikilvægt að jarðvegur sé ekki blautur í langan tíma því það getur valdið því að rætur þeirra rotni. Því minni sem þessar plöntur eru miðað við rúmmál jarðvegsins, því lengur sem þær taka til að nota allt pottvatn. Bonsai plöntur eru einnig gróðursettar vísvitandi í litlum pottum, ekki aðeins af fagurfræðilegum ástæðum, heldur einnig vegna þess að lítið magn næringarefna úr mold halda laufblöðum minni og dragi úr vexti. Það verður að gæta þess að vökva bonsai plöntur oft vegna þess að þær eru oft ekki eins þurrkaþolnir og þykkblöðungar.
Lögun
[breyta | breyta frumkóða]Vatn í mold í háum pott sígur auðveldar niður vegna þyngdarkrafts en vatn í lágum potti og þess vegna er jarðvegur í háum pott ekki blautur í eins langan tíma [1] Þetta skiptir máli þar sem rætur flestra jurta þurfa ekki aðeins vatn heldur einnig loft (súrefni). Ef moldarjarðvegur er of blautur getur plöntu skort súrefni í kringum ræturnar.
Efni
[breyta | breyta frumkóða]Jarðvegur í svörtum pottum sem eru í sólarljósi hlýnar hraðar en jarðvegur á hvítum pottum. Leirpottar hleypa í gegnum sig vatni og því getur vatn úr óglerjuðum leirpotti gufað upp í gegnum hliðar blómapottsins. Glerjaðir blómapottar og blómapottar úr plasti missa minna vatn með gufun. Ef þeir hafa engar holur neðst geta plöntur því verið í of blautri mold.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Passioura (2006) The perils of pot experiments. Funct. Plant Biol. 33: 1075-1079.