Berufjörður (Barðaströnd)
Útlit
Berufjörður er stuttur fjörður í Austur-Barðastrandarsýslu. Hann gengur samhliða Króksfirði og Gilsfirði inn úr Breiðafirði til norðurs. Háaborg skilur að Berufjörð og Króksfjörð til austurs en fjörðurinn liggur að Reykjanesi að vestan. Nokkrar eyjar eru í mynni fjarðarins og er Hrísey þeirra stærst.
Eyðibýli, samnefnt firðinum, er í botni hans og var þar áður þing- og samkomustaður héraðsins. Hafa þar fundist fjölmörg kuml. Hótel Bjarkarlundur er í Berufirði og nálægt því Berufjarðarvatn. Í það rennur lítill lækur, Alifiskalækur, sem segir frá í Gull-Þóris sögu og er hann talinn fyrsta dæmi um fiskirækt á Íslandi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
- Steindór Steindórsson frá Hlöðum (höfundur frumtexta), Örlygur Hálfdanarson (ritstj.) (2004). Vegahandbókin: ferðahandbókin þín. Stöng. ISBN 9979956933.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.