Beint útvarp úr Matthildi - Úrval 1971-1972

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Beint útvarp úr Matthildi - Úrval 1971-1972
Forsíða Beint útvarp úr Matthildi - Úrval 1971-1972

Bakhlið Beint útvarp úr Matthildi - Úrval 1971-1972
Bakhlið

Gerð SG - 060
Flytjandi Davíð Oddson - Hrafn Gunnlaugsson - Þórarinn Eldjárn
Gefin út 1972
Tónlistarstefna Gamanmál
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Beint útvarp úr Matthildi - Úrval 1971-1972 er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Auk þeirra Davíðs, Hrafns og Þórarins eru flytjendur efnis þulirnir Gunnar Stefánsson, Jóhannes Arason, Jón B. Gunnlaugsson, Pétur Pétursson og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Fréttamennirnir Árni Gunnarsson og Sigurður Sigurðsson og listamennirnir Margrét Helga Jóhannsdótfir, Baldvin Halldórsson, Karl Guðmundsson, Rúrik Haraldsson og Hannes Jón Hannesson. Þórður Breiðfjörð sá um útlit hljómplötuumslagsins.


Hljóðbrot[breyta | breyta frumkóða]

Hljóðdæmi 

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Matthildi var útvarpað um Ríkisútvarpið sumarið 1971, í desember 1971 og sumarið 1972. Var hún alls 15 þœttir, hátt í 5 klukkustundir samanlagt. Nú höfum við vinzað úr þessu efni á að gizka þrjú korter eða svo, sem okkur þótti bezt fallið á hljómplötu. Ég taldi rétt að skýra frá þessu. - Þórður Breiðfjörð.

. . . Kannski hef ég þar augum litið eitthvað af þeirri œsku, er enn grípur til stuðla, höfuðstafa og ríms á hátíðlegum stundum, þegar mest á ríður að vekja gaman og hrifningu, eíns og þegar fáeinir piltungar létu fjölina fljóta á vegum Matthildar í vetur og komu öðrum mönnum í heilsusamlegt skap með kveðlingum um botnfrosna konu í baðkeri og fleira. - Bjartmar Guðmundsson -Morgunblaðið 15. júní 1972.

. . . Gott dœmi um, hversu rykfallinn smekkurinn er, má nefna það, þegar þátturinn Matthildur kom til sögunnar. — Þetta er þáttur, sem óhœtt er að fullyrða að hafi fallið betur í geð hlustendum en nokkur skemmtiþáttur eða grínþáttur annar siðasta áratuginn. -Alþýðublaðið 11. júní 1971.

. . . Eftir klukkan níu á gamlárskvöld œtti ekki að leyfast að segja eitt orð í alvöru í fjölmiðlum. Liðið ár á að verða að einu stóru reviu-handriti. Þetta er hvort sem er allt liðið og ekki til annars en hlœgja að þvi. Útvarp Matthildur bjargaði að vísu nokkru, en menn hryggðust undir lokin, þegar þessi ágœta útvarpsstöð tilkynnti, að hún vœri hœtt. Nú œttu góðir menn að bregðast við og endurreisa Matthildi. Hvernig vœri að hefja undirskriftasöfnun? - Indriði G. Þorsteinsson -Tíminn 7. janúar 1972.

. . . Útvarp Matthildur er vissulega með skemmtilegri þáttum, sem verið hafa í útvarpinu um árabil. Grín var gert að hinum ótrúlegustu hlutum, þótt mest vœri spilað upp á „sex" og stjórnmál, enda var þetta kosningasumar. - Haukur Ingibergsson -Morgunblaðið 12. nóvember 1971.