Fara í innihald

Beðja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beta vulgaris subsp. vulgaris
Beta vulgaris subsp. vulgaris
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Core eudicots
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Amaranthaceae
Undirætt: Betoideae
Ættkvísl: Beta
Tegund:
B. vulgaris

Tvínefni
Beta vulgaris
L.
Knippi af beðju Beta vulgaris

Beðja (fræðiheiti: Beta vulgaris subsp. vulgaris) er jurt af hélunjólaætt með þykka forðarót. Jurtin er yfirleitt tvíær og getur náð allt að 2 metra hæð. Laufin eru hjartalaga 5 til 20 sm löng á villtum jurtum en oft stærri á ræktuðum afbrigðum. Beðja vex villt í Suður- og Vestur-Evrópu. Ýmis afbrigði af beðju eru mikið ræktuð og er rótin notuð til vinnslu sykurs. Algengasta ræktaða afbrigðið er rauðrófa (e. beet root), stilkbeðja (e. chard), sykurrófa (e. sugar beet) og fóðurbeðja. Beðjur eru oftast djúprauðfjólublára á litinn.

Beta vulgaris subsp. maritima villtur forfaðir ræktaðra beðjutegunda.
Stilkbeðja með gulum stilk og fjólubláum kálblöðum.
Mismunandi litir beðjuróta.
Pökkuð, forsoðin beðjurót

Beðja hefur verið ræktuð um þúsundir ára. Þær voru lækningajurtir í Grikklandi til forna og Evrópu á miðöldum en þegar spínatræktun hófst í Evrópu dvínuðu vinsældir þeirra. Afbrigðið cicla er rækt vegna blaðanna og er venjulega soðin eins og spínat. Stilkbeðja er oftast notuð eins og grænmeti í sérstökum réttum en sum afbrigði eru ræktun vegna þess hve skrautleg þau eru. Neysla á beðju getur valdið því því að þvag verður bleikt á litinn. Allir hlutar beðju innihalda oxalsýru.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Cultural Information on Beets for the Home Garden Geymt 10 desember 2015 í Wayback Machine
  • PROTAbase on Beta vulgaris Geymt 15 apríl 2012 í Wayback Machine
  • Beta vulgaris craca - Plants For a Future Database entry
  • Stephen Nottingham (2004). Beetroot. Afrit af upprunalegu (e-book) geymt þann 9. febrúar 2012. Sótt 12. maí 2015.
  • Sorting Beta names - multilingual listing of the Beta species