Barry Nettles
Barry Nettles | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fæðingardagur | ||
Fæðingarstaður | Bandaríkin | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1970 1972 |
Njarðvík Njarðvík | |
1 Meistaraflokksferill |
Barry Lee Nettles var bandarískur körfuknattleiksmaður sem lék með Njarðvík í efstu deild karla á áttunda áratugnum. Hann var einn af fyrstu erlendu leikmönnunum til að spila með íslensku félagsliði í körfuknattleik.
Körfuknattleiksferill
[breyta | breyta frumkóða]Nettles stundaði nám við Collegeville-Trappe menntaskólann í Pennsylvaníu áður en hann kom til Íslands.[1] Hann kom hingað til lands sem skiptinemi á vegum nemendaskipta Þjóðkirkjunnar, ICYE,[2] og hóf fljótlega að æfa með Njarðvík. Hann var einn af bestu leikmönnum Njarðvíkur og einn af stigahæstu leikmönnum deildarinnar.[3] 14. febrúar tryggði hann Njarðvík 1 stigs sigur á Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur (KFR) er hann skoraði úr tveimur vítum þegar 4 sekúndur voru eftir af leik liðanna.[4]
Njarðvík endaði jafnt að stigum og KFR í 4-5. sæti og spiluðu liðin því aukaleik um hvort þeirra myndi enda í fjórða sæti og mæta ÍR í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. KFR sigraði leikinn örugglega, 78-64, þrátt fyrir 26 stig frá Nettles.[5]
Nettles átti sinn besta leik fyrir Njarðvík í bikarkeppninni í júlí á móti KR er hann skoraði 37 stig í 60-79 tapi Njarðvíkinga.[6]
Hann gekk aftur til liðs við Njarðvík haustið 1972[7] Hann lék í fyrsta leik liðsins á Íslandsmótinu á móti Þór Akureyri þann 2. desember[8] þar sem hann skoraði 9 stig.[9] Nettles hélt fljótlega eftir þetta til Bandaríkjanna í jólafrí en kom ekki aftur til landsins eftir áramót eins og búist hafði verið við.[10]
Tölfræði á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Tímabil | Lið | Keppni | Leikir | Stig | Stig/leik |
---|---|---|---|---|---|
1970 | Njarðvík | Deildarkeppni | 10 | 165 | 16,5 |
Njarðvík | Umspil | 1 | 26 | 26,0 | |
Njarðvík | Bikarkeppni | 1 | 37 | 37,0 | |
1972-1973 | Njarðvík | Deildarkeppni | 1 | 9 | 9,0 |
Samtals | 13 | 237 | 18,2 |
Tónlist
[breyta | breyta frumkóða]Nettles samdi nokkra texta á plötu Magnúsar Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar er kom út árið 1972.[2][11]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Farewell party given for Barry Nettles“. The Mercury (enska). 27 ágúst 1969. Sótt 27. janúar 2020.
- ↑ 2,0 2,1 „Hæggeng hljómplata með Magnúsi og Jóhanni“. Tíminn. 28. maí 1972. bls. 6. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Staðan og stig“. Alþýðublaðið. 11. mars 1970. bls. 13. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Ármann tapaði tvisvar með 1 stigi“. Alþýðublaðið. 17. febrúar 1970. bls. 12, 15. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „KFR í úrslit“. Vísir. 18. mars 1970. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „KR vann auðveldan sigur gegn UMFN“. Morgunblaðið. 8. júlí 1970. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Óvænt úrslit í fyrstu leikjum íslandsmótsins“. Tíminn. 5. desember 1972. bls. 16. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Hittnin í lágmarki“. Morgunblaðið. 5. desember 1972. bls. 40. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „1. deild í körfuknattleik Þór - U.M.F.N.“. Alþýðumaðurinn. 19. desember 1972. bls. 4. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Ungu mennirnir reyndir“. Morgunblaðið. 25. janúar 1973. bls. 31. Sótt 27. júlí 2018.
- ↑ „Fyrsta platan með Magnúsi og Jóhanni“. Alþýðublaðið. 30. maí 1972. Sótt 27. júlí 2018.