Baldvin Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Baldvin Einarssyni.

Baldvin Einarsson (2. ágúst 18019. febrúar 1833 Kaupmannahöfn) má telja einn af upphafsmönnum íslensku sjálfsstæðishreyfingarinnar. Baldvin gaf út ritið Ármann á Alþingi árið 1829 til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Baldvin Einarsson var fæddur að Molastöðum í Fljótum og var sonur hjónanna Einars Guðmundssonar á Lambanesi í Fljótum, hreppstjóra og Guðrúnar Pétursdóttur. Hann nam lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Sagnfræðingurinn Nanna Ólafsdóttir gaf út ævisögu Baldvins árið 1961.

Andlát Baldvins[breyta | breyta frumkóða]

Að Baldvin þótti hinn mesti söknuður og mannskaði, því hann þótti líklegur til mikillar nytsemdar landi og lýð, þar eð allt fór saman hjá honum í senn: víðtæk þekking, brennandi áhugi og bestu mannkostir. Hafði enginn maður orðið þjóðinni almennt jafn-harmdauði síðan Eggert Ólafsson leið. Bjarni Thorarensen hóf að kveða saknaðarstef eftir hann, og fer þannig af stað, að ætla mætti að orðið hefði snilldarkvæði, í líkingu við önnur hin bestu saknaðarljóð hans ef áfram hefði haldist. Er þetta hvort tveggja í senn upphaf og endir kvæðisins:

Ísalands
óhamingju
verður allt að vopni;
eldur úr iðrum þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.

Sagt er að söknuðurinn hafi tekið fyrir kverkar honum, er hér var komið, og varnað honum máls. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn kostuðu útför Baldvins. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gamli bleikur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1964

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þórður Jónassen
Ritstjóri Skírnis
(18301830)
Eftirmaður:
Þórður Jónassen


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.