Fara í innihald

Baldvin Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Baldvin Einarssyni.

Baldvin Einarsson (2. ágúst 18019. febrúar 1833 Kaupmannahöfn) má telja einn af upphafsmönnum íslensku sjálfsstæðishreyfingarinnar. Baldvin gaf út ritið Ármann á Alþingi árið 1829 til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Baldvin Einarsson var fæddur að Molastöðum í Fljótum og var sonur hjónanna Einars Guðmundssonar á Lambanesi í Fljótum, hreppstjóra og Guðrúnar Pétursdóttur. Hann nam lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla.

Sagnfræðingurinn Nanna Ólafsdóttir gaf út ævisögu Baldvins árið 1961.

Andlát Baldvins

[breyta | breyta frumkóða]

Að Baldvin þótti hinn mesti söknuður og mannskaði, því hann þótti líklegur til mikillar nytsemdar landi og lýð, þar eð allt fór saman hjá honum í senn: víðtæk þekking, brennandi áhugi og bestu mannkostir. Hafði enginn maður orðið þjóðinni almennt jafn-harmdauði síðan Eggert Ólafsson leið. Bjarni Thorarensen hóf að kveða saknaðarstef eftir hann, og fer þannig af stað, að ætla mætti að orðið hefði snilldarkvæði, í líkingu við önnur hin bestu saknaðarljóð hans ef áfram hefði haldist. Er þetta hvort tveggja í senn upphaf og endir kvæðisins:

Ísalands
óhamingju
verður allt að vopni;
eldur úr iðrum þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.

Sagt er að söknuðurinn hafi tekið fyrir kverkar honum, er hér var komið, og varnað honum máls. Íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn kostuðu útför Baldvins. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gamli bleikur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1964


Fyrirrennari:
Þórður Jónassen
Ritstjóri Skírnis
(18301830)
Eftirmaður:
Þórður Jónassen


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.