Miltisbrandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Miltisbrandsbakteríur

Miltisbrandur er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis. Hann kemur fyrir í villidýrum og húsdýrum en getur smitast yfir í fólk sem kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magn af miltisbrandsgróum. Enn eru engin dæmi um að sýkt fólk beri smit. Miltisbrandur finnst um allan heim, en er þó fyrst og fremst algengur hjá jurtaætum þó hann geti borist í menn og fugla.

Sýkillinn getur myndað dvalargró. Gróin geta lifað áratugum saman í jarðvegi, einkum rökum og súrum. Við jarðrask á stöðum þar sem sýkt dýr voru urðuð geta gróin borist í menn og dýr. Gróin sem eru 2-6 míkron í þvermál geta sest á slímhúð í öndunarvegum manna og dýra. Við hagstæð skilyrði inn í hýsli vakna gróin af dvalanum og bakterían tekur að fjölga sér.

Þekkt eru 89 afbrigði af miltisbrandi.

Einkenni miltisbrands[breyta | breyta frumkóða]

Einkennin fara eftir því hvernig smit hefur borist inn í líkamann, hvort það hefur komið í gegnum meltingarveg, húð eða öndunarveg. Ef smit hefur borist í dýr vegna smitunar í jarðvegi þá berst sýkillinn inn í blóðrás og sogæðakerfi um meltingarveg og milta bólgnar og skemmist vegna dreps. Af því er nafnið miltisbrandur dregið. Ef smit hefur borist í gegnum húð þá myndast kýli sem rofnar síðar. Kýlið er með svörtum sárbotni vegna dreps. Algengast er að smit berist í menn á þann hátt ef þeir meðhöndla sýkt dýr eða ull, kjöt og skinn af dýrum sem hafa dáið úr miltisbrandi. Efnnnarveg geta þeir borist þaðan í eitilvef og valdið þar sýkingu, drepi og blóðsýkingu.

Miltisbrandur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að miltisbrands hafi fyrst orðið vart á Íslandi árið 1865 en árið áður hófst innflutningur á ósútuðum, hertum húðum frá Afríku. Miltisbrandur hefur á íslensku einnig verið nefndur miltisbruni, miltisdrep, miltisbráðadauði og skinnapest. Sjúkdómsins varð síðar vart af og til. Miltisbrandur kom upp í Ölfusi 1965. Í desember árið 2004 kom upp miltisbrandur í fjórum hrossum sem höfðu haldið til við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd.

Miltisbrandur í hernaði[breyta | breyta frumkóða]

Það hafa verið gerðar miklar tilraunir með notkun miltisbrands í hernaðar- og hryðjuverka tilgangi en hann hefur þó ekki verið mikið notaður á því sviði. Þess eru þó dæmi þar sem gró miltisbrands voru send til Bandaríkjanna með almennum pósti, svo að fimm létu lífið og 17 aðrir sýktust.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist