Arthur Ashe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arthur Ashe spilar til sigurs á móti í Rotterdam í Hollandi árið 1975.

Arthur Robert Ash (fæddur 10. júlí 1943 - látinn 6. febrúar 1993) var bandarískur tennisleikari. Hann er þekktur fyrir að vera einn fyrsti blökkumaðurinn sem náði miklum árangri í tennisíþróttinni.

Arthur fæddist í Richmond í Virginíufylki. Fjöldskylda Arthurs Ashe bjó við lítil efni og hann ólst upp við fátækt. Arthur byrjaði að æfa tennis þegar hann var um sjö ára þegar hann og bróðir hans fengu tennisspaða að gjöf frá föður sínum. Hann varð fljótt efnilegur í tennis og vakti strax athygli fyrir hæfileika sína.

Árið 1968 sigraði Ashe opna bandaríska meistaramótið, fyrstur svartra manna. Auk þess vann hann opna ástralska meistaramótið 1970, opna franska meistaramótið 1972 (í tvenndarleik) og árið 1975 vann hann Wimbledon mótið, einnig fyrstur svartra manna.

Í desember árið 1983 fór Ashe í hjartaaðgerð. Í aðgerðinni var honum gefið HIV smitað blóð og sýktist hann af veirunni. Ashe komst að því sjálfur að hann var sýktur árið 1988 og ákvað hann og konan hans að halda sjúkdómnum leyndum. Skömmu áður en Ashe lést komst upp um veikindi hans. Hann skrifaði veikindinn sín í bókinni Days of Grace sem kom út árið 1992. Ashe lést árið 1993 úr lungnabólgu sem var til kominn vegna alnæmisins.

Arthur Ashe studdi ýmis góðgerðarsamtök, einkum skóla og menntastofnanir. Hann trúði því að öllum börnum ættu að vera gefnir jafnir möguleikar til mennta, óháð kynþætti og efnahag.