Arlie Russell Hochschild

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arlie Russell Hochschild (fædd 15. janúar 1940) er bandarískur félagsfræðingur og fyrrum prófessor við Berkeley-háskólann í Kaliforníu. Meðal ritverka hennar eru: The Managed Heart, The Second Shift, The Time Bind og The Commercialization of Intimate Life. Hún var annar ritstjóra greinasafnsins Global Woman: nannies, maids and sex workers in the new economy. Seinasta bók hennar The Outsourced Self: Intimate Life in Market Times var valin af riti bandarískra bókaútgefenda sem ein af bestu bókum ársins 2012 og birtist síðasti kaflinn í The New York Times (5. maí 2012). Hochschild rannsakar tilfinningar og tilfinningastjórn og reglur tilfinningalífs í bandarískum fjölskyldum, á vinnustöðum og í samskiptum milli fólks sem staðsett er mismunandi stöðum.

Í námi sínu hreifst Hochschild af ritverkum félagsfræðingsins C. Wright Mills sem skrifaði bókina In White Collar en þar segir Mills að við seljum persónuleika okkar og ákvað að bæta um þar sem Mills virtist gera ráð fyrir að fólk hefði persónuleika og Hochschild setti fram tilgátu að tilfinningalíf og gleði, sorg, reiði, afbrýðisemi og örvænting væri félagsleg fyrirbæri. Í sérhverri menningu væru til staðar frumgerðir tilfinningastrengja sem við gætum stillt okkar eigin innri strengi eftir. Menning viðurkennir tilfinningu með því að setja fram hvaða mögulegu tilfinningar er hægt að bera.

Í bókinni In The Managed Heart vitnar hún í rithöfundinn Milan Kundera sem skrifaði að tékkneska orðið „litost“ merkti óendanleg löngun sem blönduð er eftirsjá og trega tilfinning sem væri ekki eins í neinu öðru tungumáli. Fólk sem er ekki af tékkneskum uppruna getur vissulega fundið þessa sömu tilfinningu en hefur ekki á sama hátt fengið hvatningu til að opna á tilfinninguna og viðurkenna tilvist hennar, heldur frekar vanist á að taka ekki eftir henni og bæla hana niður. Við höfum hugmynd um hvað tilfinning er og hvað tilfinning ætti að vera. Við ættum að reiðast einhverju og við ættum að gleðjast yfir einhverju eins og að vinna verðlaun. Með þessu erum við að reyna að hemja tilfinningar og fylgja tilfinningareglum sem standa djúpum rótum í menningu, við reynum að vera glöð í samkvæmi og sorgmædd í jarðarförum.