Arabíska Magrebbandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arabíska Magrebbandalagið (franska: Union du Maghreb arabe, UMA; arabíska: اتحاد المغرب العربي‎‎ Ittiḥād al-Maghrib al-‘Arabī) er efnahagsbandalag Magrebríkjanna í Norður-Afríku sem var stofnað 17. febrúar 1989. Aðilar að bandalaginu eru Máritanía, Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa. Bandalagið hefur ekki náð markmiðum sínum, aðallega vegna djúpstæðs ágreinings milli Marokkó og Alsír, meðal annars vegna Vestur-Sahara. Engir leiðtogafundir hafa verið haldnir í bandalaginu frá 2008 og margir líta svo á að það sé í raun dauðadæmt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.