Andlag
Andlag (skammstafað sem andl.) er fallorð (eða fallsetning, fallháttur og bein ræða) sem stendur alltaf í aukafalli (þolfalli, þágufalli eða eignarfalli) og stýrist af sagnorði (ekki bara umsögn). Andlagið er þolandinn í setningunni og táknar því þann sem verður fyrir því sem umsögnin segir. Sagnir geta tekið með sér andlag þótt þær séu ekki í persónuhætti (umsagnir).
Stendur með áhrifssögn.
Dæmi[breyta | breyta frumkóða]
- Hundurinn eldaði matinn. (nafnorð)
- Ég las bókina. (nafnorð)
- Hver á nýju kápuna? (nafnorð)
- Hundurinn beit manninn. (nafnorð)
- Þú elskar marga. (lýsingarorð)
- Ég bauð þér í kaffi og kleinur. (persónufornafn)
- Stelpan neitar að lesa. (nafnháttur)
- Þeir héldu að þú kæmir ekki. (fallsetning)
- „Ég missti marks,“ sagði skyttan. (bein ræða)
- Ég hlakka til að borða. (nafnhátturinn 'að borða')
- Ég hlakka til að borða fiskinn. (fyrst nafnhátturinn 'að borða', andlag í eignarfalli, svo þolfallið 'fiskinn' sem sögnin 'borða' stýrir)
- Gunnar gaf Hallgerði kinnhest. (tvö andlög, þágufall 'Hallgerði' + þolfall 'kinnhest' sem sama sögnin ("gefa") stýrir.)
- Njáll færði Gunnari hey, klæði og mat. (mörg andlög með sömu sögn "færa")
Aukaandlag[breyta | breyta frumkóða]
Orðin það og hitt kallast aukaandlag ef þau standa með aðalandlagi sem er fallsetning eða fallháttur.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
