Tvígild áhrifssögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tvígild áhrifssögn[1] eða tveggja andlaga sögn[1] er hugtak í málfræði sem á við áhrifssögn sem tekur með sér frumlag og tvö andlög,[1] beint andlag og óbeint andlag. Beint andlag er ætíð í þolfalli en óbeint andlag í þágufalli.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Í íslensku
    Baldur gaf hundinum bein.[2] (þar sem „Baldur“ er frumlagið, „hundinum“ er fyrsta andlagið og „bein“ annað andlagið)
    Gestgjafinn bauð gestunum mat. (þar sem „gestgjafinn“ er frumlagið, „gestunum“ er fyrsta andlagið og „mat“ annað andlagið)
    Kennararnir reyndu að kenna nemendunum námsefnið. (þar sem „kennararnir“ er frumlagið, „nemendunum“ er fyrsta andlagið og „námsefnið“ annað andlagið)
  • Í ensku
    Jane gave her sister a dollar. (þar sem „Jane“ er frumlagið, „sister“ er fyrsta andlagið og „dollar“ annað andlagið)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 [1]
  2. „Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers?“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. september 2021. Sótt 31. janúar 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.