Andakílsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andakílsá er dragá sem fellur úr Skorradalsvatni og rennur um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá í Borgarfirði. Í ánni eru fossar, Andakílsárfossar. Í Andakílsá er Andakílsárvirkjun en hún var byggð á árunum 1946-47. Virkjunin er í dag rekin af Orkuveitu Reykjavíkur. Virkjað afl er 8.2 megavött og ársafköst 32 gígawattstundir. Rennsli árinnar getur sveiflast allt frá 3 til 22 m3/sek.

Í ánni veiðist bæði lax og silungur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.