Ameríkuyllir
Ameríkuyllir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð og ber
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sambucus canadensis | ||||||||||||||
Útbreiðsla Sambucus canadensis
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Sambucus nigra subsp. canadensis (L.) Bolli |
Ameríkuyllir (fræðiheiti: Sambucus canadensis) er tegund af ylli sem er útbreiddur um stór svæði Norður-Ameríku austur af Klettafjöllum, og suður um austur Mexíkó og Mið-Ameríku til Panama. Hann vex við fjölbreyttar aðstæður, þó helst þar sem er sólríkt.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er lauffellandi runni sem verður að 3 m hár. Blöðin eru gagnstæð, fjöðruð með 5 til 9 smáblöð, smáblöðin eru 10 sm löng og 5 sm breið. Hann blómstrar á sumrin í stórum klösum (20 til 30 sm í þvermál) af hvítum blómum.
Berin eru dökkfjólublá til svört, 3 -5 mm í þvermál, í drúpandi klösum að hausti. Berin og blómin eru æt, en aðrir hlutar plöntunnar eru eitraðir, með kalsíum oxalat kristalla.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Hann er náskyldur Svartylli (Sambucus nigra), og sumir höfundar telja þá sem sömu tegundina,[1] þá undir nafninu Sambucus nigra subsp. canadensis.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- "Sambucus canadensis". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 December 2017.
- Missouri Plants: Sambucus canadensis Geymt 12 febrúar 2007 í Wayback Machine
- Missouri State Fruit Experiment Station
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- USDA Plants Profile: Sambucus nigra subsp. canadensis Geymt 20 maí 2013 í Wayback Machine
- Vanderbilt University Bioimages photo gallery: Sambucus nigra ssp. canadensis Geymt 2 nóvember 2013 í Wayback Machine