Alexi Laiho
Alexi Laiho | |
---|---|
![]() | |
Upplýsingar | |
Fæddur | Markku Uula Aleksi Laiho 8. apríl 1979 |
Dáinn | 29. desember 2020 |
Uppruni | Espoo, Finnlandi |
Stefnur | þungarokk, melódískt dauðarokk, kraftmálmur, þrass, svartmálmur |
Alexi Laiho (1979–2020) var finnskur gítarleikari og söngvari. Hann var þekktastur sem meðlimur finnsku þungarokkssveitarinnar Children of Bodom. Hann var einnig viðriðinn Sinergy, The Local Band, Kylähullut, Bodom After Midnight, Thy Serpent, Impaled Nazarene, Warmen og Hypocrisy. Viðurnefni hans var Wildchild.
Tímaritið Guitar World áleit hann hraðasta gítarleikara heims og Total Guitar gerði könnun þar sem hann endaði í 1. sæti yfir bestu þungarokksgítarleikarana.
Laiho lést 29. desember 2020 en hann hafði glímt við heilsufarsvandamál undanfarin ár. Hann drakk mikið á árum áður en minnkaði neysluna vegna hrakandi heilsufars.