Deftones

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkennismerki Deftones.
Chino Moreno.
Stephen Carpenter.

Deftones er nu metal eða jaðarþungarokks rokksveit frá Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Sveitin var stofnuð árið 1988 af söngvaranum Chino Moreno, gítarleikaranum Stephen Carpenter og trommaranum Abe Cunningham. Síðar gekk til liðs við sveitina bassaleikarinn Chi Cheng og með plötunni Around the Fur (1997) gekk plötusnúðurinn Frank Delgado til liðs við sveitina. Fyrsta plata þeirra, Adrenaline, kom út árið 1995.

Þegar Deftones vann að plötu sinni Eros árið 2008 lenti Cheng í bílslysi sem varð til þess að hann var í dái næstu árin. Cheng lést 2013. Platan var aldrei gefin út og sveitin byrjaði á nýju efni.

Meðal frægustu laga Deftones eru eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Bored, og Be Quiet and Drive (Far Away).

Árið 2016 spilaði Deftones á Secret Solstice hátíðinni í Laugardal, Reykjavík. Chino Moreno hélt auk þess órafmagnaða tónleika í Þríhnúkagíg.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Chino Moreno, söngur, gítar.
  • Stephen Carpenter (Stef), gítar.
  • Abe Cunningham, trommur, slagverk.
  • Frank Delgado, plötusnúður, hljómborðsleikari, sér um sömpl og fleira.
  • Fred Sablan: Bassi, bakraddir.

Fyrrum meðlimur[breyta | breyta frumkóða]

  • Chi Cheng, bassi, bakraddir.
  • Sergio Vega: Bassi, bakraddir.

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

  • Adrenaline (1995)
  • Around the Fur(1997)
  • White Pony, (2000)
  • Deftones, (2003)
  • B-Sides & Rarities (2005)
  • Saturday Night Wrist (2006)
  • Diamond Eyes (2010)
  • Koi No Yokan (2012)
  • Gore (2016)
  • Ohms (2020)

Annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Stef, gítarleikari er með hliðarverkefni sem kallast Kush, en meðal annarra meðlima er B-Real úr Cypress Hill.
  • Chino, söngvari er með hliðarverkefni sem kallast Team Sleep. Lag með þeirri sveit hefur verið á einni Deftones-plötu.
  • Chino Moreno er spænskt nafn, og myndi á íslensku útleggjast sem „kínverji með brúnt hár“.