Filippos II
Útlit
Filippos II frá Makedóníu (á forngrísku Φίλιππος Β' ο Μακεδών) (stundum nefndur Filippus Makedoníukonungur á íslensku) (382 – 336 f.Kr.) var forngrískur konungur í Makedóníu hinni fornu frá 359 f.Kr. til 336 f.Kr. er hann var ráðinn af dögum. Hann var faðir Alexanders mikla og Filipposar III Makedóníukonungs.
Filippos gerði Makedóníu að öflugasta ríkinu í hinum gríska heimi og breiddi út áhrif þess. Mestu munaði um sigur hans á Aþeningum í orrustunni við Kæróneiu árið 338 f.Kr. en þar með voru yfirráð hans í Grikklandi tryggð. Filippos var að undirbúa innráð í Persaveldi þegar hann var ráðinn af dögum. Sonur hans, Alexander mikli, tók við völdum eftir föður sinn og hrinti í framkvæmd innrásaráætlun föður síns.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Filipposi II.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.