Fara í innihald

Alexander frá Afrodísías

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alexander frá Afródisías)
Commentaria in Analytica priora Aristotelis, 1549

Alexander frá Afrodísías var forngrískur heimspekingur, uppi á 2. öld og 3. öld. Hann var nemandi Aristóklesar frá Messínu. Alexander var aristótelískur heimspekingur og er gjarnan talinn einn merkasti heimspekingur síðfornaldar. Alexander hlaut viðurnefnið ho exegetes („ritskýrandinn“).

Alexander kom til Aþenu undir lok 2. aldar. Hann varð skólastjóri Lýkeion, skólans sem Aristóteles stofnaði á 4. öld f.Kr. Þar kenndi hann heimspeki í anda Aristótelesar.

Eitt markmiða Alexanders var að hrekja kenningar Ammoníosar um aristótelíska heimspeki en hann hafði reynt að sameina kenningar Aristótelesar og Platons.

Af varðveittum ritum eignuðum Alexandri eru eftirtalin rit jafnan talin ósvikin:

  • Gátur og lausnir
  • Gátur í siðfræði
  • Um örlögin
  • Um sálina
  • Um blöndur og aukningu

Alexander samdi einnig skýringarrit við ýmis rita Aristótelesar. Sum þeirra eru varðveitt:

  • Skýringar við Fyrri rökgreiningar
  • Skýringar við Almæli
  • Skýringar við Háloftafræðina
  • Skýringar við Um skynjun og skynjanlega hluti
  • Skýringar við Frumspekina, (varðveittar eru skýringar við bækur I-V; skýringar við bækur VI-XIV eru ranglega eignaðar Alexandri).

Ritið Skýringar við Spekirök er ranglega eignað Alexandri.

Meðal glataðra rita Alexanders má nefna:

  • Skýringar við Umsagnir
  • Skýringar við Um túlkun
  • Skýringar við Síðari rökgreiningar
  • Skýringar við Eðlisfræðina
  • Skýringar við Um himininn
  • Skýringar við Um sálina
  • Skýringar við Um minni

Alexander samdi ekki skýringarrit við Siðfræði Níkómakkosar, Stjórnspekina, MælskufræðinaUm skáldskaparlistina.

Skýringarrit Alexanders voru afar vinsæl meðal araba, sem þýddu mörg þeirra sem og önnur verk hans. Sumar af þýðingum þeirra eru enn varðveittar, svo sem Um forsjón og Gegn Galenosi um hreyfingu.