Túrban
Útlit
(Endurbeint frá Vefjarhöttur)
Túrban eða vefjarhöttur er höfuðfat sem gert er með því að vefja klæðisstranga um höfuðið. Slíkur höfuðbúnaður er algengur í Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu, Suðvestur-Asíu, Norður-Afríku og sums staðar í Austur-Afríku. Túrbanar tengjast sérstaklega síkisma og íslam, þótt þeir tíðkist líka meðal fólks sem aðhyllist önnur trúarbrögð.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist túrbönum.