World Match Racing Tour
Útlit
World Match Racing Tour er siglingakeppnisröð þar sem keppt er í tvíliðakeppni eftir sömu reglum og í Ameríkubikarnum. Keppnisröðin er samsett úr níu keppnum sem fara fram um allan heim á mismunandi tímum. Keppnistímabilið nær nánast yfir allt árið. Hver keppni tekur fimm daga og reynt er að keppa á stuttum leggjum nálægt ströndinni til að áhorfendur fái notið sem best. Keppnisstjórn á hverjum stað sér þátttakendum fyrir eins bátum sem eru 30-40 fet á lengd fyrir 4-6 manna áhafnir. Lokakeppnin er Monsúnbikarinn sem haldin er í Malasíu.
Keppnin var fyrst haldin árið 2000. 2008 var keppnin ISAF World Match Racing sameinuð þessari keppni um leið og WMRT hlaut sérstaka viðurkenningu Alþjóða siglingasambandsins.