Fara í innihald

Gúrka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Agúrka)
Gúrka
Gúrka er klifurjurt
Gúrka er klifurjurt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiosperms)
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Cucurbitales
Ætt: Graskersætt (Cucurbitaceae)
Ættkvísl: Cucumis
Tegund:
C. sativus

Tvínefni
Cucumis sativus
L.

Gúrka eða agúrka (fræðiheiti: Cucumis sativus) er jurt í graskersætt sem er oft ræktuð. Jurtin er klifurjurt sem ber sívalan grænan ávöxt. Jurtin á rætur að rekja til Indlands en er nú ræktuð víða um heiminn. Til eru mörg afbrigði af gúrku.

Uppruni orðsins

[breyta | breyta frumkóða]

Orðið á rætur sínar að rekja til síð-gríska orðsins angoúrion (vatnsmelóna). Það orð varð í slavneskum málum ogurk sem í suður-þýsku varð agúrka. Orðið gúrka er stytting á agúrka. Báðar útgáfur orðsins voru til í dönsku og náðu þaðan til Íslands. Í dag er agurk algengari útgáfan í dönsku, en Gurke algengara í þýsku.[1]

Í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1890 lýsir garðyrkjufrömuðurinn Hans. J. G. Schierbeck landlæknir tilraunum sínum til gúrkuræktar fáeinum árum fyrr.[2] Eru það mögulega fyrstu tilraunir til ræktunar á gúrku á Íslandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2008.
  2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2318345
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.