Fara í innihald

Afríkurumeðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afríkurumeðla
Tímabil steingervinga: Mið- til Síðjúratímabilið, frá um 167-157 milljón árum síðan, (Bathoníum-Oxfordíum)
Afsteypa af beinagrind afríkurumeðlunnar.
Afsteypa af beinagrind afríkurumeðlunnar.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Eðlungar (Saurischia)
Undirættbálkur: Þrítáungar (Theropoda)
Ætt: Rumeðluætt (Megalosauridae)
Ættkvísl: Afrovenator
Tegund:
A. abakensis

Tvínefni
Afrovenator abakensis
Sereno o.fl., 1994

Afríkurumeðla (fræðiheiti: Afrovenator abakensis) var eina risaeðlan sem þekkt er úr ættvkíslinni Afrovenator. Hún tilheyrir rumeðluætt (e. Megalosauridae) ásamt öðrum sígildum tegundum á borð við rumeðlu og dólgseðlu. Hún var uppi þar sem nú er Afríka á mið- til síðjúratímabilinu fyrir um 163 milljónum ára.

Saga og flokkun

[breyta | breyta frumkóða]
Stærðarsamanburður á afríkurumeðlu (rauð) og tveimur öðrum tegundum úr rumeðluætt

Leifar afríkurumeðlu uppgötvuðust í Níger árið 1993, og eru þær leifar sem uppgötvuðust þar enn þann dag í dag þær einu sem fundist hafa.

Tegundin hlaut nafngift í tímaritinu Science í grein sem gefin var út af steingervingafræðingunum Paul Sereno, Jeffrey Wilson, Hans Larsson, Didier Dutheil og Hans-Dieter Sues.[1]

  1. Sereno, Paul C.; Wilson, Jeffrey A.; Larsson, Hans C. E.; Dutheil, Didier B.; Sues, Hans-Dieter (14. október 1994). „Early Cretaceous Dinosaurs from the Sahara“. Science (enska). 266 (5183): 267–271. doi:10.1126/science.266.5183.267. ISSN 0036-8075.